Einstök börn og Reykjavíkurmaraþonið

Kæri félagi,velunnari og hlaupari.

Við hjá félagið Einstakar barna erum að sjálfsögðu á fullu fyrir Reykjavíkurmaraþonið þessa daganna. Á meðan hlaupagarparnir,skokkaranir og göngufólkið undirbýr sig fyrir líkamlegu átökin og safna áheitum á fullu fyrir félagið. Þá  erum við líka á fullu við að undirbúa hvatningaborðin okkar,útvegum drykkjavörur og hvetja velunnara til að senda sms eða taka upp kortið og heita á ykkuröll. 

Við vitum að sjálfsögðu að allir sýna þessu þolinmæði þar sem við erum á fullu að kynna fólk til leiks og vekja athygli í leiðinni á málefnum barna með sjaldgæfa sjúkdóma á Íslandi. 

Við þökkum innilega allan stuðninginn og þolinmæðina sem þið sýnið, þið eruð öll frábær. 

Fyrir hlaupara sem hafa skráð sig til leiks fyrir Einstök börn þá verðum við að sjálfsögðu á skráningahátíðinni með logo félagsins áletrað á borða til þess að næla í hlaupagallann og langar okkur að biðja þig endilega að koma við hjá okkur og fá hjá okkur borða. 

með bestu kveðju og þakklæti 

f.h stjórnar Einstakra barna 

Guðrún Helga Harðardóttir