Einstök Börn fengu Hetjuspilið að gjöf

Mynd af spilinu og hetjunum.
Mynd af spilinu og hetjunum.

Félagið Einstök Börn barst á dögum afar vegleg gjöf, Hetjuspilið frá Gunnari Kristni Þorgilsyni.

 Hetjuspilið er hlutverkaspil sem hannað er fyrir 5 ára og eldri. Markmið spilsins er að vinna og eiga jákvæð samskipti til að takast á við þær áskoranir sem leikmenn verða fyrir. Spilið krefst þess að fullorðinn þátttakandi stýri spilinu.
Spilið er fyrir 3-5 leikmenn og hver spilastund tekur 20-30 mínútur.

Hetjuspilið er námsgagn sem hannað er af leikskólakennaranum Gunnari Kristni Þorgilssyni. Spilið hefur verið í þróun síðan 2017 og byggir á hlutverkaspilinu Dungeons and dragons. Spilið er fyrir 5 ára og eldri en krefst þátttöku fullorðinar manneskju. Helstu þroskaþættir sem spilið ýtir undir eru félags- og málþroski.

Hetjuspilið er hlutverkaspil þar sem leikmenn (börnin) velja sér sögupersónu/hetju til að vera fulltrúi sinn í söguheimi spilsins.
Ævintýrin sem verða til í spilinu er nokkurs konar blanda af hlutverkaleik barna og félagsfærni sögum. Hlutverk kennarans er að vera sögumaður hlutverkaleiksins/ævintýrsins og halda utan um ramma hlutverkaleiksins.

Við fengum það hlutverk að dreifa spilinu til okkar barna og mælum við eindregið að næla ykkur í eintak og merkja hetjuspilið og einstök börn á samfélagsmiðlum þegar þið spilið þetta stórkostlega spil.