Drekabangsinn - Styrktarsjóður Einstaka barna setur í sölu bangsa

 Félagið hefur tekið í sölu og notkun lítinn dreka sem er jafnframt einhyrningur verðið er 2500 kr.
Drekinn kom til okkar í afmælisferð félagsins í Legoland árið 2017 og var eitt barnið með það á hreinu að hann væri í raun alveg eins og börnin í félaginu því jú drekar væru sjaldgæfir ( rare ) og Einhyrningar væru varla til ( ultra rare ). 

Allir heilluðust mjög að þessari vangaveltu og úr varð að þessi einstaki dreki kæmi heim til Íslands og myndi knúsa börnin í framtíðinni. 

Nú eru öll litlu drekadýrin okkar komin í opinbera sölu á vefsölusvæði félagsins og hægt er að fá þá félaga í Grænum- fjólubláum eða bleikum l lit.    
Haldin var nafnasamkeppni um nafnið á krúttinu en enn á eftir að vinna úr innsendum tillögum og velja hið eina sanna nafn á þennan flotta bangsa okkar. 

Með kaupum á vörum félagsins styður þú við styrktarsjóð félagsins sem styður við  bakið á börnunum og fjölskyldum þeirra.

 

Lególand 2017  myndir úr ferðinni okkar í legoland.

d.