Bjartur Norðfjörð hefur lokið hlaupinu sínu!

Þá er Bjartur Norðfjörð búinn að hlaupa heila 80,4km fyrir hönd Einstakra Barna og áheitasöfnunin hans skilaði félaginu rétt yfir 700 þúsund krónur fyrir okkur!!

Við þökkum Bjarti innilega fyrir stuðninginn og þetta mun tryggja öfluga fræðsludagskrá fyrir foreldra okkar í vetur.