Bjartur Norðfjörð ætlar að leggja sína orku á okkar verkefni og hlaupa yfir 80 km í náttúruhlaupi á Laugardaginn.

Bjartur Norðfjörð hleypur í bakgarði náttúrhlaupa yfir 80 km.
Næstkomandi Laugardag 18.9 mun Bjartur hlaupa í bakgarði náttúruhlaupa til styrktar félagsins Einstök börn. Markmið félagsins er að styðja við bakið á fjölskyldum barna með sjaldgæfa sjúkdóma eða heilkenni. Gæta hagsmuna þeirra, vinna með og að því að fræða stjórnvöld og almenning um sjaldgæfa sjúkdóma.
Frá Bjarti: Vinir mínir Doddi og Írena eignuðust hana Sól Þorsteinsdóttur 3. Júní síðastliðin og greindist hún með Rubinstein Taybi heilkennið sem er afar sjaldgjæfur genagalli. talið er að eitt af hverjum 100.000 börnum sem fæðast séu með heilkennið. Litla skvísan þeirra var nú fyrir skömmu síðan samþykkt í Einstök börn sem að dásamlegt þar sem að þetta er eina félagið sem að vinnur fyrir börn eins og Sól og þýðir það mikið fyrir foreldrana. Í gegnum árin hefur Reykjavíkur maraþonið verið styrktaraðili fyrir stuðningsfélög líkt og Einstök börn, en þar sem að það var fellt niður í ár töpuðust þeir styrkir. Að því gefnu langar mig að nýta tækifærið og hlaupa í Bakgarði Náttúruhlaupa til styrktar einstakra barna. Bakgarðshlaup eru tegund ultra hlaupa þar sem að hlaupið er rúma 6,7km sem endurtekið er á klukkutíma fresti eins lengi og maður getur. Ég stefni á að hlaupa allavega 12 hringi sem að nema 80,4km.

https://www.einstokborn.is/is/styrkja-felagid/heita-a-bjart