Andlitsgrímur félagsins eru uppseldar - koma eftir 7 -10 daga næsta sending -

Sæl,

Sala á grímum fór fram úr öllum björtustu vonum okkar og erum við á fullu taka til  í sendingar. 

Framleiðandi okkar er á fullu  við að útbúa grímur á börnin og setjum allt í póst jafn óðum og þær berast okkur  - Fyrstu umslögin fara af stað í dag og svo koll af kolli.

EKKI er lengur hægt að panta grímur því að barna grímurnar eru uppseldar  eins og er og eru 7- 10 dagar í næstu sendingu. 

Við fáum grímur í M  í vikunni og fá þá allir þeir sem áttu þær pantaðar umslagið til sín, afsakið töfina þar.

 

Þökkum öllum þeim sem eiga pöntun hjá okkur núna fyrir stuðningin og við sendum þetta eins hratt og við getum frá okkur. 

 

með kærri kveðju og þakklæti 

Félag Einstakra barna.