Ánægja og gleði á árinu 2016

Við höldum ótrauð áfram.

Sæl öll og Gleðilegt ár.
 Við hjá Félagi Einstakar barna göngum við inn í nýtt ár með enn sterkari áherslur, stór markmið og mikinn vilja til góðra verka.
Félagið fer ört stækkandi og þjónusta við foreldra og börn eykst jafnt og þétt. Barátta í réttindamálum barna með sjaldgæfa sjúkdóma er eitthvað sem unnið er að stöðugt og verður að sjálfsögðu ekkert gefið eftir þar á nýju ári.

Í ár er hlaupaár og dagur sjaldgæfra sjúkdóma er því 29. febrúar á þessu ári og er félagið að leggja drög að dagskrá þann daginn og munum við án efa þurfa auka hendur félaga til aðstoðar við að gera daginn og málefnið áberandi.
Ert þú til í að hjálpa til við undirbúning á degi sjaldgæfra sjúkdóma.
Getur þú rétt fram hjálparhönd með einhverjum hætti, endilega settu þig í samband við framkvæmdastjóra félagsins í síma 6992661 eða  með því að senda tölvupóst á einstokborn@einstokborn.is

kv Guðrún Helga.