Aðalfundur Einstakra barna 30 apríl kl 18.30

Aðalfundur Einstakra barna

Boðað er til aðalfundar Einstakra barna, þriðjudaginn 30. apríl klukkan 18.30 að Háaleitisbraut 13 .4 hæð

Dagskrá fundarins er samkvæmt lögum félagsins:

 

1.  Kosning fundarstjóra og ritara.

2. Skýrsla stjórnar.

3. Samþykkt reikninga félagsins.

4. Lagabreytingar.

5.Kosning formanns.

6. Kosning stjórnar.

7. Kosning  skoðunarmanns reikninga.

8. Samþykkt árgjöld

9. Önnur mál.

1. Stjórnin leggur fram breytingar á lögum félagsins.

Breytingarnar taka til 10.gr. laga Einstakra barna, þar sem lagt er til að tveir varamenn verði kjörnir í stjórn félagsins.

10. gr. í núverandi lögum:

Stjórn.

10.gr.

Stjórn félagsins skipa fimm menn, kosnir á aðalfundi.  Formaður skal kosinn

sérstaklega en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. Formaður og stjórn

eru kosin til tveggja ára í senn. Kjörgengi hafa eingöngu skuldlausir félagsmenn.

 

 

10.gr. breytingartillaga stjórnar:

Stjórn.

10.gr.

Stjórn félagsins skipa fimm aðalmenn og tveir varamenn, kosnir á aðalfundi. 

Formaður skal kosinn sérstaklega en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér

verkum. Formaður og stjórn eru kosin til tveggja ára í senn. Kjörgengi hafa

eingöngu skuldlausir félagsmenn.

Framboðum til formanns/stjórnarmanns þarf að koma til skrifstofu félagsins 7 dögum fyrir aðalfundardag. Tiltaka skal hvort félagsmaður býður sig fram til formennsku eða í stjórn félagsins. Framboðin er hægt að senda á framkvæmdastjóra félagsins á netfangið: einstokborn@einstokborn.is

 

Með kveðju, Guðmundur Björgvin Gylfason