Að fjölga námstækifærum fólks með fatalnir

Starfshópurinn er skipaður lykilfólki hvaðanæva að úr þjóðfélaginu, menntageiranum, heilbrigðisgeira…
Starfshópurinn er skipaður lykilfólki hvaðanæva að úr þjóðfélaginu, menntageiranum, heilbrigðisgeiranum, stjórnsýslunni og vinnumarkaðnum. /Mynd félags- og vinnumálaráðuneytisins.

Félags- og vinnumálaráðuneytið hefur sett starfshópur laggirnar um aukin náms- og starfstækifæri fyrir fatlað fólk. Meginmarkmið hópsins er að greina núverandi stöðu í fræðslumálum fyrir fólk með fatlanir og koma með hugmyndir um fleiri tækifæri. Áætlað er að hópurinn skili niðurstöðum í vor.

Meginverkefni hópsins:

  1. Að kortleggja aðgengi fullorðins fólks með fatlanir að námi, þjálfun og stuðningsúrræðum innan skóla og stofnana hjá fræðsluaðilum og atvinnulífi.
  2. Að útbúa yfirlit yfir fjölbreytni námstækifæra og hvort og þá hvernig megi samfellu og stíganda í námi.
  3. Að afla upplýsinga um fjármögnun námstækifæranna og hvert megi fá betyri yfirsýn yfir greiðsluþátttöku eða fyrirkomulag kostnaðar.
  4. Að setja fram tillögur að þróun náms- og stuðningsúrræða fyrir fatlað fólk, meðal annars út frá stafrænum lausnum og aðferðum sem auðvelda framkvæmd náms án aðgreiningar.

Fréttina í heild má lesa á vef félags- og vinnumálaráðuneytisins.