7.bekkur Ártúnsskóla héldu menningarvöku til styrktar Einstökum börnum.

7.bekkur Ártúnsskóla héldu menningarvöku og söfnuð fé til góðs málefnis.

Nemendur í Ártúnsskóla  í  7.b lögðu í mikla vinnu við  að  setja saman skemmtun/ Menningarvöku þann 26. mars síðastliðinn.  Þau   æfðu  leikrit, sungu, sýndu  stuttmynd og lásu ljóð. Selt var inn á sýninguna og búið var að velja góðgerðarmálefni til að styrkja sem var að þessu sinni Einstök börn.   Við viljum senda krökkunum og kennurum þeirra kærar þakkir fyrir frábært framtak. 

Hægt er að sjá myndir frá viðburðinum hér