Styrktarhlaup 550 Rammvilltra fyrir Einstök börn

Nokkrar úr 550 Rammvilltum á Króknum
Nokkrar úr 550 Rammvilltum á Króknum

Hlaupahópurinn 550 Rammvilltar sem er á Sauðárkróki efndi til hlaups til styrktar Einstökum börnum þann1. maí síðastliðinn. Systkinahlaupið varð þeim innblástur að hlaupinu til að efla bæjarbraginn á Króknum. Frábær þátttaka var í hlaupinu og hópurinn seldi einnig vörur Einstakra barna við rásmarkið með góðum árangri.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þær 550 Rammvilltu hugsa fallega til Einstakra barna. Við þökkum þeim hjartanlega fyrir stuðninginn og hlýjan hug og óskum þeim og Sauðkrækingum öllum alls hins besta.

Héraðsmiðill þeirra á Norðurlandi, Feykir.is, birti skemmtilega frétt af hlaupinu sem fangar stemminguna vel.