Réttindagæslumenn fatlaðs fólks

Þann 30. september 2011 tóku gildi lög um réttindagæslu fyrir fatlað fólk. Markmið laganna er að tryggja fötluðu fólki stuðning við gæslu réttinda sinna. Lögunum er ætlað að aðstoða fatlað fólk við hvers konar réttindagæslu.

Nánari upplýsingar um réttindagæslumenn er að finna á vef stjórnarráðsins, en þar kemur m.a. fram að fatlaður einstaklingur geti leitað til réttindagæslumanns með hvaðeina sem varðar réttindi hans, fjármuni og önnur persónuleg mál. Einnig geta þeir sem telja að brotið sé á réttindum fatlaðs einstaklings tilkynnt það réttindagæslumanni. Réttindagæslumanni ber auk þess að vera sýnilegur og standa fyrir fræðslu fyrir fatlað fólk og þá sem starfa með því.

 

Nánari upplýsingar um réttindagæslumenn má finna hér     

  eða  hér   https://www.stjornarradid.is/gaeda-og-eftirlitsstofnun/rettindagaesla-fyrir-fatlad-folk/#Tab0