Reykjavíkurmaraþonið 24.ágúst

 

Til allra sem eru að leggja okkur lið í Reykjavíkurmaraþoninu 

 

 

Ofurdrekakveðjur frá okkur

Við erum þér hjartanlega þakklát fyrir að ætla að leggja okkur til þitt þrek á Laugardaginn -  þitt þrek og þín áheitasöfnun  eflir okkar orku en það er svo sannalega það sem við þurfum í ár. En mikil fjölgun hefur orðið í félaginu og þörfin eykst á þjónustu og aðstoð- og við þurfum nauðsynlega aðstoð.

Einstök börn verða með bás í Laugardalshöllinni báða daganna - Heilsaðu upp á okkur  - okkur þykir mikilvægt að hitta á okkar fólk

 Þitt þrek okkar orka  - er okkar motto fyrir þetta hlaup -  Enda skiptir þátttaka þín okkur öllu máli  og munum við hvetja þig áfram á hvatningastöð okkar við Olís GRANDA.

Áfram þú við höldum með þér.

Drekakveðja

Einstök börn - Stuðningsfélag