Karfan er tóm
Tólf ára stúlka, Ella Casano, hannaði Medi Teddy® bangsann fyrir börn sem eru með lyfja- og næringarpoka í gegnum æðaleggi. Einstök börn taka þátt í góðgerðarverkefni um Medi Teddy, þökk sé þremur mæðrum einstakra barna sem söfnuðu fyrir böngsunum. Hugmyndin er að vinalegt andlit bangsans dragi úr kvíða sjúkra barna meðan á innrennsli í æð stendur og geri læknisþjónustuna heimilislegri.
Jákvæð áhrif bangsans á börn komu glöggt fram í könnun sem var gerð á meðal notenda hans:
95% svarenda sögðu að Medi Teddy® bætti tilfinningalega líðan barnsins meðan á innrennsli stóð.
46% svarenda sögðu að Medi Teddy® drægi úr líkamlegum sársauka sem barnið fann við innrennslið í æð.
87% svarenda sögðu að Medi Teddy® bætti upplifun umönnunaraðila.
100% svarenda sögðu auðvelt að nota Medi Teddy®.
Medi Teddy® bangsinn hvorki heftir aðgengi að lyfjapokanum né hylur hann þannig að auðvelt er að fylgjast með vökvanum eða lyfjunum sem barnið er að fá.
Medi Teddy® má þvo í þvottavél í heitu vatni en þó má ekki sjóða hann.
Hægt er að sækja um Medi Teddy® án endurgjalds fyrir börn í Einstökum börnum og fá hann sendan heim. Kaupa má Medi Teddy® bangsa á innkaupsverði fyrir önnur börn og fá hann sendan í pósti. Verðið er 4.000 kr. með sendingarkostnaði.
Samþykki.
Ég samþykki að Einstökum börnum sé heimilt að vinna persónuupplýsingar um mig og barn mitt/börn mín í samræmi við 10. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Gögn sem berast vegna umsóknar um félagsaðild að félagi Einstakra barna verða varðveitt og meðhöndluð í samræmi við persónuverndarlöggjöf og persónuverndarstefnu Einstakra barna.