Frístundir og þjálfun fyrir börn

Æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra  

Æfingastöðin býður upp á fjölmörg námskeið og hópþjálfun fyrir börn og ungmenni með frávik í hreyfifærni til að þau fái tækifæri til að vera hluti af hóp og virkja þátttökugleði þeirra. Hóparnir eru aldursskiptir og taka á ólíkri færniskerðingu, t.d. að auka hreyfifærni, félagsfærni og sjálfstraust, rjúfa félagslega einangrun og vinna gegn kvíða. Upplýsingar um alla hópa Æfingastöðvarinnar eru í krækjunni hér að ofan.

Eftirfarandi hópþjálfun og námskeið eru að jafnaði í boði í Æfingastöðinni:

 • Hvolpar og kisur: Hópþjálfun fyrir börn á leikskólaaldri (3-6 ára) þar sem lögð er áhersla á að efla gróf- og fínhreyfifærni til að auðvelda börnunum þátttöku í leik og starfi. Námskeiðin bjóðast á haust- og vorönn er um 60 mín í senn, 10 - 13 skipti hver önn.
 • Ormaskopp: Hópþjálfun fyrir börn á leikskólaaldri (4-6 ára) sem þurfa hvatningu, aukið sjálfstraust og betri líkamlega færni til að taka þátt í hreyfileikjum með jafnöldrum. Ormaskoppið býðst á haust- og vorönn og er 
 • Skólahópur: Námskeið fyrir börn á síðasta ári í leikskóla (5-6 ára) sem þurfa að efla fínhreyfi- og/eða félagsfærni. Lögð er áhersla á farsæla þátttöku í skólatengdum athöfnum.
 • Skólaskopp (vor og haust): Námskeið fyrir börn á síðasta ári í leikskóla. Markmið þjálfunarinnar er að undirbúa börn fyrir þátttöku í fjölbreyttum athöfnum í skóla. Í Skólaskoppi eru börn bæði í sjúkra- og iðjuþjálfun. 
 • Hvatar:  Námskeið fyrir einhverf börn á síðasta ári í leikskóla sem þurfa aðstoð við daglegar athafnir og að vera með öðrum í hóp.
 • Kópar: Hópþjálfun í sundlaug fyrir börn á leikskólaaldri sem hafa þörf fyrir að bæta sjálfsöryggi og færni í vatni.
 • Svamlarar: Hópþjálfun í sundlaug. Ætluð börnum frá 0-6 ára sem eru með þroskaskerðingu og/eða hreyfihömlun.
 • Íþróttahópur:  Hópþjálfun fyrir börn í fyrstu bekkjum grunnskóla (6-8 ára) sem þurfa hvatningu, aukið sjálfstraust og betri líkamlega færni til að taka þátt í leik og tómstundum með jafnöldrum.
 • Hreyfihvöt: Hópþjálfun fyrir börn (8-11 ára) sem þurfa að efla líkamlega færni og áhuga á hreyfingu.
 • Líkamsrækt: Hópþjálfun fyrir börn og unglinga 11-14 ára sem þurfa á styrktar-, úthalds- og liðleikaþjálfun að halda.
 • Skotgröfin: Hópþjálfun fyrir stráka á aldrinum 11-14 ára sem vilja æfa styrk og úthald.
 • Líkamsrækt fyrir nema í framhaldsskóla: Hópþjálfun fyrir framhaldsskólanema á starfsbraut sem þurfa á styrktar-, úthalds og liðleikaþjálfun að halda.
 • Félagar: Námskeið fyrir börn á grunnskólaaldri (7-12 ára) sem hafa áhuga á að læra læra nýjar leiðir til að eignast og viðhalda vinum.
 • Fjörugir félagar: Námskeið fyrir börn á grunnskólaaldri (7 - 8 ára) þar sem veitt er hvatning og þjálfun í félagsfærni til að auðvelda þátttöku í hópi jafnaldra.
 • Ofurhugar: Námskeið fyrir börn með AHDH og foreldra þeirra sem hafa áhuga á að læra um möguleg áhrif ADHD á daglegt líf og finna leiðir til að auka þátttöku.
 • Snillingarnir: Námskeið fyrir börn með ADHD á grunnskólaaldri (10-12 ára) sem hafa áhuga á að læra aðferðir til að eiga í árangursríkum samskiptum við vini, bekkjarfélaga, liðsfélaga og fjölskyldu.
 • PEERS® námskeið - Félagsfærniþjálfun fyrir unglinga: PEERS er 16 vikna gagnreynt félagsfærninámskeið fyrir unglinga sem vilja og hafa áhuga á að læra nýjar leiðir til að eignast og viðhalda vinum.
 • Útivist og fjör: Tveggja vikna sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 8-11 ára sem þurfa hvatningu og þjálfun til að öðlast færni í samskiptum og leik við jafnaldra sína.
 • Fótboltahópur: Hópþjálfun fyrir börn (4-12 ára) sem þurfa hvatningu, aukið sjálfstraust og betri líkamlega færni til að taka þátt í hreyfileikjum með jafnöldrum, með áherslu á fótboltafærni.

Æfingastöðin hefur jafnframt tekið saman greinargott Yfirlit yfir Íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn með sérþarfir (pdf-skjal)

Frístundastarf

Bandalag íslenskra skáta : Starf með skátunum stuðlar að betri félagsfærni barna. Skátarnir leggja sem mest af mörkum við uppeldi ungs fólks til þess að skapa betri heim þar sem fólk öðlast lífsfyllingu sem sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu.

Samtökin Stelpur rokka er opin tónslistarsmiðja sem starfar ekki í hagnaðarskyni. „Athugið að öll (stelpur/konur, trans, kynsegin og instersex) eru velkomin á öllum aldri óháð efnahag!”

Skema í Háskólanum í Reykjavík: „Námsframboð Skema í HR er fjölbreytt og miða öll námskeiðin, bæði styttri og lengri, að því að efla börn og unglinga í námi og starfi og gefa þeim forskot til framtíðar. Hjá Skema tileinka krakkar sér aðferðafræði sem nýtist þeim í öðru námi og jafnframt við að leysa þau margvíslegu verkefni sem upp geta komið í lífi og starfi.”

Tómstundaskólinn Kvan býður upp á fjölbreytt og skemmtileg námskeið fyrir börn og ungmenni til að byggja upp sjálfsmynd þeirra og sjálfstraust svo að þau verði sátt við sjálfan sig og aðra. Námskeið eru haldin fyrir alla aldurshópa barna, t.d. Vináttuþjálfun fyrir 7-9 ára og Náðu stjórn á skjánotkun (áhersla á samfélagsmiðla) að auki bjóðast fyrirlestrar fyrir ungt fólk.

Frístundastarf á HöfuðborgarsvæðinuÍTR í samstarfi við félög og nágrannasveitafélög, hefur aðgengilegar á einum stað, upplýsingar um íþrótta- og tómstundastarf á höfuðborgarsvæðinu. Á þessum vef er með einföldum hætti hægt að leita að afþreyingu í þínu hverfi eftir aldri, tímabilum og áhugasviði.

Félagsmiðstoðin Hofið er félagsmiðstöð við Þorragötu 3 í Vesturbænum fyrir börn og unglinga í 5. – 10. bekk með fötlun sem búa vestan Elliðaáa í Reykjavík.

Félagsmiðstöðin Hellirinn þjónustar þau börn sem hafa búsetu eða stunda nám við grunnskóla í Breiðholti, Árbæ og Norðlingaholti. Félagsmiðstöðin er staðsett í Kleifarseli 18 og er opinn alla daga frá 13:40-17.00

Félagsmiðstöðin Askja, Suðurhlíð 9 er félagsmiðstöð fyrir nemendur á mið-og unglingastigi í Klettaskóla. Starfsemi Öskju fer fram eftir að skóladegi líkur til 17:00. 

Félagsmiðstöðin Höllin í Egilshöll í Grafarvogi hefur að markmiði að veita fötluðum börnum og unglingum í 5. – 10. bekk og foreldrum þeirra heildstæða og faglega þjónustu þar sem uppeldisgildi frítímastarfs eru höfð að leiðarljósi. 

Félagsmiðstöðin Gulahlið Víðihlíð 3 í Reykjavík er ætluð 6-9 ára börnum í 1. til 4. bekk Klettaskóla.

Hitt húsið: Allt félagsstarf í Hinu húsinu er fyrir fatlað fólk á aldrinum 16-25 ára, en fólk með þroskafrávik hefur verið í miklum meirihluta.  

Tónstofa Valgerðar, Hátúni 12:  Í Tónstofu Valgerðar er tónlistarnám í boði fyrir fötluð börn og ungmenni. Umsóknir má nálgast á staðnum og á rafrænni Reykjavik. Tekið er við umsóknum allt árið.   

Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar:   Í Tónskóla Sigursveins, Engjateigi 1, 105 Reykjavík, er tónlistarkennsla við allra hæfi.  Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í síma 568 5828. 

Unglingasmiðjurnar Stígur og Tröð:  Unglingasmiðjurnar eru ætlaðar unglingum á aldrinum 13-18 ára sem eiga í persónulegum og félagslegum erfiðleikum, t.d. hafa orðið fyrir einelti, eru óframfærnir og/eða óvirkir, sýna einkenni kvíða og/eða þunglyndis, hafa lítið sjálfstraust og slaka sjálfsmynd, eru með slaka félagsfærni eða búa við erfið uppeldisskilyrði. Meginmarkmiðið unglingasmiðjanna er að bjóða unglingum öruggar aðstæður til að æfa færni sína.  Stígur er til húsa að Hverfisgötu 47 og Tröð að Gerðubergi 1. Starfsemin fer fram seinnipart dagsins, tvisvar í viku.  

Sértækt sumarstarf í Kópavogi: Kópavogsbær býður upp á sumarstarf fyrir börn, unglinga og ungmenni með fötlun. Hrafninn í Salaskóla er klúbbur barna með fatlanir á aldrinum 7 til 16 ára. Vinnuskóli Kópavogs ræður til sín unglinga á aldrinum 14 til 16 ára í störf við hæfi hvers og eins.

Íþróttir fyrir börn með fatlanir

Glímufélagið Ármann

Tennis og badmintonfélag Reykjavíkur (TBR) er staðsett hjá Glæsibæ að Gnoðarvogi 1. Aðstaða hjá TBR er öllum börnum opin. Nánari upplýsingar má fá í síma 581-2266

Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík hefur aðstöðu sína í Hátúni 14. Markmið félagsins er að gera fötluðu fólki kleift að stunda íþróttir og taka þátt í íþróttamótum. Boðið er upp á þjálfun í boccia, bogfimi, borðtennis, frjálsum íþróttum, lyftingum og sundi. Nánari upplýsingar má fá í síma 561-8226

Skautafélag Reykjavíkur er í Skautahöllin í Laugardal, þar sem æfingaaðstaða, skrifstofa og félagsheimili er til húsa.

Sundnámskeið fyrir börn: Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík heldur sundnámskeið fyrir fötluð börn í sundlaug Sjálfsbjargar, Hátúni 12. Skráning fer fram í íþróttahúsi ÍFR í síma 561-8226.

Íþróttafélagið Ösp er opið öllum, sem hafa áhuga á íþróttum, sem æfðar eru hjá félaginu : Sund, borðtennis, hokký keila, frjálsar íþróttir, boccia, fótbolti, handbolti, lyftingar og fimleikar í samstarfi við Gerplu. Upplýsingar um þjálfara, æfingartíma o.fl. er að finna á heimasíðu félagsins á www.ospin.is

Ekki gefast upp í Heilsuklasanum er námskeið í líkamsrækt fyrir 14 til 18 ára ungmenni sem finna sig ekki í hefðbundnu íþróttastarfi eða glíma við andlega vanlíðan, s.s. þunglyndi, félagsfælni og kvíða. „Okkar markmið er að skapa gleði með hreyfingunni í umhverfi þar sem við reynum að lágmarka alla utanaðkomandi þætti sem geta verið kvíðavaldandi eða skapað neikvæða upplifun af hreyfingunni. Við aðlögum æfinguna af hverjum og einum en mikið er lagt upp úr persónulegri nálgun.”

Sumarbúðir eingöngu ætlaðar fötluðum börnum 

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra (SFL) rekur sumarbúðir fyrir börn og ungt fólk á aldrinum 8-21 ára í Reykjadal.  Dvölin hefst í lok maí og stendur fram í miðjan ágúst ár hvert. Í Reykjadal er börnunum raðað í hópa með tilliti til aldurs og fötlunar. Um er að ræða vikudvöl. Umsóknarfrestur vegna sumardvalar rennur út 1. febrúar ár hvert og umsóknir eru á heimasíðu og skrifstofu félagsins. SLF rekur einnig helgardvalir á veturna fyrir fötluð börn. 

Vatnaskógur: Gauraflokkur í Vatnaskógi er fyrir stráka á aldrinum 10-12 ára með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir. Boðið er upp á dvöl í eina viku í Vatnaskógi. 

 Fleiri sumarbúðir/sumardvalir eru reknar af einkaaðilum. 

Sumarbúðir ætlaðar öllum börnum 

Sumarbúðir KFUM/K, bjóða dvöl fyrir börn með fatlanir. Ef barn sem þarf mikla umönnun og mikið eftirlit ætlar að koma í sumarbúðirnar er æskilegt að það hafi fylgdarmann.  KFUM og KFUK reka sumarbúðir á fimm stöðum, í Vatnaskógi fyrir drengi, Vindáshlíð fyrir stúlkur,  Hólavatni fyrir 8-15 ára börn og Kaldársel fyrir  

Sumarbúðir Skátanna eru starfræktar við Úlfljótsvatn. ,,Markmið sumarbúða skáta er að börnin komist í snertingu við náttúruna, kynnist spennandi útilífsstarfi skátahreyfingarinnar, eignist félaga úr fjölbreyttum hópi og njóti sín sem einstaklingar".

Stuðningur og ráðgjöf við fötluð börn, systkini og forráðamenn

Einstaklingsstuðningur:  Þjónustumiðstöðvar borgarinnar veita fötluðum börnum frá 6 ára aldri einstaklingsstuðning. Markmið er að rjúfa félagslega einangrun og stuðla að þátttöku í félagsstarfi. Sótt er um á þjónustumiðstöðvum borgarinnar og má einnig nálgast umsóknareyðublað á rafrænni Reykjavík.   

Stuðningsfjölskyldur: Markmið með stuðningsfjölskyldum er að draga úr álagi á heimili, veita börnunum tilbreytingu og gefa þeim kost á auknum félagslegum tengslum. Upplýsingar um stuðningsfjölskyldur eru gefnar á Þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar eða á viðkomandi skrifstofum bæja og sveitarfélaga.  

Skammtímavistun:  Dvöl í skammtímavistun er ætluð til að veita fötluðum börnum og ungmennum tímabundna dvöl til tilbreytingar og til að létta álagi af aðstandendum. Upplýsingar um skammtímavistanir eru gefnar á Þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar eða á bæjarskrifstofum eða skrifstofum sveitarfélaga þar sem barn er búsett. 

Rjóður: Rjóður er hvíldar- og endurhæfingardeild Landspítala Háskólasjúkrahúss fyrir fötluð og ófötluð langveik börn. 

Sjónarhóll: Er ráðgjafamiðstöð fyrir foreldra barna með sérþarfir.  Markmiðið er að fjölskyldur barna með sérþarfir njóti jafnréttis og sambærilegra lífskjara á við aðrar fjölskyldur. Foreldraráðgjafar Sjónarhóls veita ráðgjöf og leiðsögn um möguleika og úrræði í kerfinu. Ráðgjöfin er veitt á forsendum foreldra. Greining þarf ekki að liggja fyrir og tilvísanir eru óþarfar. Þjónusta Sjónarhóls er endurgjaldslaus. 

Sálfræðistofan Sól býður sálfræði- og læknisþjónustu. Markmið Sólar er að auka þjónustu við börn, unglinga og ungmenni með geðrænan vanda og fjölskyldur þeirra.

Sálstofan býður upp á ýmis námskeið í samvinnu við sveitarfélög og stofnanir, s.s. um hegðun, skapstjórn og kvíða og aðferðir sem virka vel í vinnu með börnum og unglingum. Námskeiðin heita t.d. Klókir krakkar, Stilltu skapið, Flugeldahræðsla og Láttu í þér heyra.

PEERS félagsfærninámskeið, Skipholti 50b, er fyrir börn, unglinga og ungt fólk með félagslega erfiðleika, einhverfu, ADHD, kvíða og þunglyndi, ásamt foreldrum þeirra eða félagsþjálfum.

Systkinasmiðjan á Íslandi á vegum Greiningar- og ráðgjafastöðvarinnar er vettvangur systkina langveikra barna með fötlun eða sérþarfir til að veita þeim tækifæri til að hitta önnur systkini í sömu stöðu og fræðast um fötlun systkina sinna í skipulögðu og skemmtilegu umhverfi. Börnunum er veitt innsýn í það hvernig megi takast á við þær margbreytilegu aðstæður sem fylgja því að eiga systkini með sérþarfir. 

Greiningar –og ráðgjafarstöð ríkisins:  Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins þjónar fötluðum börnum alls staðar af landinu.  Þar fara fram greiningar á þroska og færni barna með fatlanir og önnur frávik í þroska.

Heyrnar- og talmeinastöð  veitir ýmsa þjónustu, s.s. heyrnarmælingar, talþjálfun, o.fl. 

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins  býður fjölmörg stuðningsnámskeið  fyrir börn og foreldra, hér eru nokkur þeirra nefnd:

 • Klókir litlir krakkar er forvarnarnámskeið á vegum Heilsugæslunnar fyrir foreldra 3 - 6 ára barna sem eru í áhættuhópi fyrir að þróa með sér kvíðaraskanir. Foreldrar læra um eðli  kvíða og aðferðir til  að takast  á við  kvíðahegðun barna og  auka  sjálfstraust þeirra.
 • Vinasmiðjan er námskeið á Heilsugæslunnar fyrir börn sem greinst hafa á einhverfurófi. Markmiðið er að efla félagslega færni barnanna og er áhersla lögð á jákvæð samskipti við aðra.
 • Snillingarnir er námskeið fyrir börn á með ADHD á aldrinum 9-12 ára. Börnin eru þjálfuð í samskiptum, tilfinningastjórn og athygli.
 • Uppeldi barna með ADHD/Vinnum með styrkleika barnanna er námskeið fyrir foreldra barna  sem eru greind með ofvirkni og/eða athyglisbrest (ADHD) og barna sem hafa sýnt hamlandi ADHD einkenni við frumgreiningu. Námskeiðið hentar best foreldrum barna frá fimmta að ellefta aldursári (1. - 6. bekkur) sem ekki hafa alvarlegar eða fjölbreyttar fylgiraskanir.
 • Hugræn atferlismeðferð (HAM) er námskeið fyrir 18 ára og eldri. Hugræn atferlismeðferð felur í sér fræðslu, umræður og heimaverkefni. 
 • Sumarhópnámskeið fyrir unglinga með OCD er meðferðarnámskeiðið ætlað unglingum með áráttu- og þráhyggjuröskun á aldrinum 13-18 ára og foreldrum þeirra. 
 • Geðheilsumiðstöð barna á vegum Heilsugæslunnar býður þroskanámskeið fyrir börn, t.d. Snillingana fyrir 9-12 ára börn sem greinast með ADHD, Viðnasmiðjuna fyrir 10-12 ára börn á einhverfurófi og Meðferð fyrir unglinga með OCD sem eru bæði fyrir unglinga á aldrinum 13-18 ára og foreldra þeirra. Önnur námskeið eru sérstaklega ætluð foreldrum,  t.d. Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar, Ertu að tengja? Uppeldi, tengsl og foreldrahlutverkið og fleiri námskeið.

Heilsugæslan heldur einnig vefsíðu um kvíða barna og ungmenna. Fjallað er um tegundir hamlandi kvíða, einkenni, ástæður, greiningu og meðferð við kvíða. Einnig eru þar bjargráð fyrir foreldra og vísað á úrræði. Á síðunni eru þrjú myndbönd til fræðslu og með núvitundarþjálfun.