Medi Teddy Gjöf

Medi Teddy var skapaður af Ellu Casano til þess að skapa gleði fyrir litlar hetjur og aðstandendur þeirra.  Verkefnið er samstarfsverkefni MT og Einstakra barna hér á landi. Medi Teddy er gerður fyrir þau börn sem eru með lyfjapoka og næringarpoka í gegnum æðalegggi.  

Hugmyndin er að bangsinn dragi úr kvíða og óróleika og veitir þægindi með vinalegu andliti sínu sem faðmar pokann. 

 

Hægt er að gefa einstöku barni sem gæti notað sér Medi Teddy til að faðma lyfjagjafa/næringarpokann sinn.

Medi Teddy gjöf kostar 4.000. 

 
Verð: 4.000 ISK