Styrkir - verklagsreglur vegna útborganna.

  1.     Stjórnin samþykkti  verklagsreglur vegna umsókna og útgreiðslu styrkja.

 

Settar eru inn fastar dagsetningar vegna umsókna og útgreiðslu styrkja og eru þessar dagsetningar notaðar til viðmiðunar fyrir útborgarnir. 

 

Styrkir eru greiddir út  fjórum sinnum á ári  í kringum 15. febrúar, 15. júní, 15. september og 15. desember.

Umsækjendur þurfa að skila inn rafrænum umsóknum fyrir 31. janúar, 31. maí, 31. ágúst eða 30. nóvember.

Umsóknir þurfa að vera fullunnar og með fullgildum fylgiskjölum -  Fylgiskjöl ber að hengja við umsóknina rafrænt og skila svo inn frumritum ef það á við.     Rafrænar kvittanir svo sem flugmiðar eru fullgildir og þarf EKKI útprentun líka en frumrit kvittana  t.d sjúkraþjálfun og slíkt þá þarf frumritið  að koma inn á skrifstofu félagsins.    

Ekki er heimilt að senda inn kvittanir greiddar af 3ja aðila sem býr utan lögheimilis barnsins eða félagmannsins. 

 Sæki félagsmaður um styrk á tímabilinu 1. – 31.  desember þá fær hann greitt út í febrúar árið eftir en styrkurinn tilheyrir umsóknarári.

 Nýjir félagsmenn geta sótt um styrki hjá félaginu þegar þeir hafa greitt árgjaldið.

 

Samþykkt á vinnufundi stjórnarnar  21  Janúar 2020.