Karfan er tóm.
- Félagið
- Réttindi
- Samantekt fyrir foreldra
- Réttindamál
- Hjálpartæki
- Fjármál
- Húsnæði
- Lög og lagaleg málefni
- Vefverslun
- Styrkja félagið
- Tillögur
- Skráning á viðburði
- Greiningar innan félags
Söluaðili er Félag Einstakar barna - styrktarsjóður.
Ábyrgð:
Vara er seld með þeim fyrirvara að ábyrgð er tekin á framleiðslugalla sem kemur í ljós á fyrstu 3 dögum eftir að varan er móttekin, miðað við eðlilega notkun. Kaupandi þarf sjálfur að standa straum af kostnaði við að koma gallaðri vöru til Einstakar barna - Stuðningsfélags, nema um annað hafi verið samið.
Takmörkun á ábyrgð:
Ábyrgð fellur úr gildi ef:
1. Varan hefur orðið fyrir slæmri eða rangri meðhöndlun að mati starfsfólks Einstakra barna.
2. Varan hafi verið notuð við óviðunandi aðstæður. Ábyrgð er ekki tekin á eðlilegu sliti vörunnar.
Verð, skattar og gjöld:
Verð geta breyst án fyrirvara. Öll verð eru ÁN 25,5% VSK og birt með fyrirvara um innsláttarvillur.
Félag Einstakar barna áskilur sér rétt til að breyta verði eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.
Skil á ógallaðri vöru:
Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð og í fullkomnu lagi. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.
Afhending vöru:
Vara er að öllu jöfnu afgreidd 1-3 dögum eftir pöntun og sett í póst.
Pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send frá Einstakar barna til kaupanda verður tjónið að fullu bætt.
Trúnaður:
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Eignarréttarfyrirvari:
Hið selda er eign seljanda þar til vara er að fullu greidd og greiðsla borist.
Innheimtuna á kortafærslunum: Valitor sér um innheimtu og ábyrgð á kortafærslum fyrir Félag Einstakar barna og fer greiðsla með kortum í gegnum öryggissíðu Valitors.
Skilmálar þessir tóku gildi 22.febrúar 2018 og teljast samþykktir af hálfu viðskiptavinar(kaupanda) þegar viðskipti hafa átt sér stað.
Opnunartími
Mánudaga til fimmtudaga kl 10- 15 og opið föstudaga 10-13.
Styrktarreikningur:
kt. 570797-2639, banki 0513-14-1012
Styrkir einstaklinga og fyrirtækja til almannaheilla eru frádráttarbærir til skatts.