Styrktarsjóður félagsins safnar með ýmsum hætti þessi jólin.

Félagið rekur styrktarsjóð til þess að styðja við bakið á foreldrum við ýmis verkefni eins og heilsurækt -orlof og ráðstefnuferðir. En allt er þetta mikilvægir þættir fyrir fjölskyldurnar í þeim aðstæðum sem mæta þeim í daglegu lífi. 

 Félagið heldur reglulega námskeið án endurgjalds  fyrir foreldra sem snýr að því að styrkja foreldrana  sjálfa og efla fjölskyldurnar, viðhalda kunnáttu í skyndihjálp og fleira sem er nauðsynlegt.

Núna fyrir jólin höfum við hjá félaginu verið að safna í sjóðinn með sölu á jólavörum- um er að ræða  allskonar smá hluti sem félagið hefur sett í sölu og gengur salan afar vel. 

Hægt er að leggja fram frjáls framlög í gegnum vefsíðuna undir styrkja okkur .